Innlent

Segir takt­laust að mið­aldra karl keppi um vara­for­manns­em­bættið við konu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Haraldur Bendiktsson hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram í embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins.
Haraldur Bendiktsson hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram í embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins. vísir/ernir

Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst ekki gefa kost á sér í embætti varaformanns flokksins á landsfundi sem haldinn verður síðar í mánuðinum. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu hans.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar-, nýsköpunar- og ferðamálaráðherra gefur kost á sér til varaformann. Segir Haraldur að það væri taktlaust að miðaldra karl færi að keppa um embættið við konu, sem að auki sé vinur og félagi úr sama kjördæmi, en þau Þórdís og Haraldur eru bæði þingmenn Norðvesturkjördæmis. Lýsir Haraldur því að hann styðji Þórdísi í embætti varaformanns.

„Ég fékk áskorun um að gefa kost á mér í varaformannskjöri á landsfundi. Hafði aldrei hugleitt það. Þá hafði engin opinberlega gefið í skyn áhuga á því trúnaðarstarfi.

Fann fyrir góðum og breiðum stuðningi - sem kom reyndar þægilega á óvart en þykir vænt um. Tek ég það sem viðurkenningu fyrir störf mín. Takk fyrir það allt saman.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadottir steig síðan fram og lýsti yfir sínu framboði.

Ég hef sagt það vera taktlaust að miðaldra karl færi að keppa um slíkt við konu, sem er þar að auki vinur og félagi úr sama kjördæmi. Einstakling sem hefur alla burði til að vera framtíðarleiðtogi Sjálfstæðisflokksins, ef þannig vindur fram,“ segir Haraldur í færslu sinni á Facebook en hana má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Áslaug Arna ætlar ekki í slaginn við Þórdísi

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari Sjálfstæðisflokksins og starfandi varaformaður ætlar ekki að gefa kost á sér sem varaformaður flokksins á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fram fer í mars.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.