Lífið

Mark Hamill rústaði götustjörnu Jimmy Kimmel

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtilegt atriði frá þessum þekkta leikara.
Skemmtilegt atriði frá þessum þekkta leikara.

Stjörnustríðsleikarinn Mark Hamill fær í dag stjörnu á götunni frægu Hollywood Boulevard en hann sló fyrst í gegn á sínum tíma þegar hann fór með aðalhlutverkið í Star Wars kvikmyndunum.

Hamil var gestur hjá spjallþáttastjórnandanum Jimmy Kimmel í gær og tók þátt í skemmtilegu grínatriði í þættinum.

Í því stendur Hamil úti á Hollywood Boulevard og brýtur upp stjörnuna hans Kimmel. Ástæðan mun vera sú að hann vantaði pláss fyrir sína eigin stjörnu eins og sjá má hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.