Innlent

Banaslys á Lyngdalsheiði

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Veginum var lokað á meðan viðbragðsaðilar unnu á vettvangi en hann hefur nú verið opnaður.
Veginum var lokað á meðan viðbragðsaðilar unnu á vettvangi en hann hefur nú verið opnaður. Vísir

Erlendir ferðamenn, karl og kona, létust í árekstri vörubifreiðar og fólksbifreiðar á Lyngdalsheiðarvegi í dag. Veginum var lokað á meðan viðbragðsaðilar unnu á vettvangi en hann hefur nú verið opnaður. Búast má við umferðartöfum fram eftir kvöldi meðan vörubifreiðin er fjarlægð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Rannsókn málsins er í höndum rannsóknardeildar lögreglunnar á Suðurlandi og nýtur hún aðstoðar tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Teknar hafa verið skýrslur af vitnum og af ökumanni vörubifreiðarinnar. Hann, ásamt farþega sem einnig var í bílnum, voru fluttir til aðhlynningar á sjúkrahúsi en meiðsl þeirra eru ekki alvarleg.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.