Handbolti

Sigrar hjá Íslendingaliðunum sem verja toppsætin í Þýskalandi og Svíþjóð

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alexander Petersson
Alexander Petersson vísir/getty

Rhein-Neckar Löwen vann sinn annan stórsigur á þremur dögum þegar liðið fékk Göppingen í heimsókn í þýsku Bundesligunni í handbolta.

Ljónin tryggðu sér í undanúrslit þýsku bikarkeppninnar á þriðjudaginn með stórsigri á Leipzig. Göppingen spilaði einnig bikarleik á þriðjudag svo liðin fengu jafn litla hvíld á milli leikja.

Heimamenn í Rhein-Neckar settu tóninn strax í upphafi og voru komnir í 4-1 eftir fimm mínútur. Munurinn var kominn upp í sex mörk þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Hálfleikstölur voru 15-11.

Rhein-Neckar byrjaði seinni hálfleikinn á 4-0 kafla og komu stöðunni í 19-11. Eftir það var ekki aftur snúið, sigurinn vís. Svo fór að heimamenn sigruðu með 11 mörkum, 31-20.

Alexander Petersson skoraði þrjú mörk fyrir Rhein-Neckar en Guðjón Valur Sigurðsson komst ekki á blað.

Ljónin eru á toppi deildarinnar með tveggja stiga forystu á Füchse Berlin og mun betri markatölu.

Íslendingalið Kristianstad styrkti enn stöðu sína á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta með sigri á Lugi.

Ólafur Guðmundsson skoraði 3 mörk, Arnar Freyr Arnasson 1 og Gunnar Steinn Jónsson 2 í 28-25 sigri Kristianstad.

Liðið er nú með átta stiga forystu á Malmö á toppi deildarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.