Fótbolti

Dortmund tapaði á heimavelli

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Leikmenn Salzburg fagna marki í kvöld
Leikmenn Salzburg fagna marki í kvöld vísir/getty

Tvö mörk á stuttum tíma frá Valon Berisha tryggði austurríska liðinu Salzburg sigur á Borussia Dortmund í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.

Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Berisha gestunum frá Salzburg yfir úr vítaspyrnu á 49. mínútu. Hann var svo aftur á ferðinni á 56. mínútu og tvöfaldaði forystu gestanna.

Andre Schurrle klóraði í bakkann fyrir Dortmund á 62. mínútu en Ausutrríkismennirnir fóru með mikilvægan útisigur af hólmi.

Atletico Madrid þurfti ekki mikið að hafa fyrir sigrinum gegn Lokomotiv Moskvu í fyrri leik liðanna á Spáni.

Saul Niguez kom heimamönnum yfir á 22. mínútu og Diego Costa byrjaði seinni hálfleikinn á marki eftir stoðsendingu Antoine Griezmann.

Koke innsyglaði svo sigurinn á 90. mínútu. Verkefnið erfitt fyrir Rússana í seinni leiknum á heimavelli þeirra.

Marcelo tryggði Lyon útisigur gegn CSKA Moskvu með sigurmarki á 68. mínútu eftir stoðsendingu Memphis Depay.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.