Körfubolti

ÍR getur náð fram hefndum á Stjörnuna │ Svona líta 8-liða úrslit Domino's deildarinnar út

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Quincy Hankins-Cole og Hlynur Bæringsson í einvígi ÍR og Stjörnunnar í 8-liða úrslitunum fyrir ári
Quincy Hankins-Cole og Hlynur Bæringsson í einvígi ÍR og Stjörnunnar í 8-liða úrslitunum fyrir ári vísir/hanna

Loka umferð Domino's deildar karla í körfubolta var leikin í kvöld og liggur nú fyrir hvaða lið mætast í 8-liða úrslitunum.

Haukar urðu deildarmeistarar með þrettán stiga sigri á Val á heimavelli. Keflavík endaði í áttunda sætinu og munu liðin því mætast í 8-liða úrslitunum.

ÍR endaði í öðru sæti eftir sigur á Keflavík og fær Stjörnuna í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Þessi lið mættust á sama stigi fyrir ári síðan og unnu Garðbæingar það einvígi 3-0. Þá voru Stjörnumenn hins vegar með heimavallarréttinn en Breiðhyltingar fá hann í þetta skipti.

Tindastóll hreppti þriðja sætið með sigri á Stjörnunni á heimavelli sínum. Þeir munu mæta Grindavík í 8-liða úrslitunum.

Fjórfaldir Íslandsmeistarar KR enda í fjórða sæti í deildinni og eiga því að fá erfiðasta andstæðinginn í 8-liða úrslitunum, liðið sem endaði í fimmta sæti. Það voru Njarðvíkingar sem náðu því og mæta því í Vesturbæinn í næstu viku.

Fyrstu leikir 8-liða úrslitanna fara fram eftir viku, þeir verða spilaðir 15. og 16. mars.

8-liða úrslit Domino's deildar karla:
Haukar - Keflavík
ÍR - Stjarnan
Tindastóll - Grindavík
KR - NjarðvíkAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.