Fótbolti

Dynamo Kiev náði í jafntefli á Ítalíu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Leikmenn Kiev fara með jafntefli og tvö útivallarmörk í seinni leikinn
Leikmenn Kiev fara með jafntefli og tvö útivallarmörk í seinni leikinn vísir/getty

Dynamo Kiev stendur vel að vegi fyrir seinni leikinn í einvígi sínu við Lazio í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar eftir að liðin gerðu 2-2 jafntefli á Ítalíu í kvöld.

Fyrri hálfleikurinn var nokkuð rólegur en sá seinni byrjaði með krafti og höfðu bæði lið skorað mark á fyrstu tíu mínútunum.

Felipe Anderson lagði upp jöfnunarmark Ciro Immobile eftir að Viktor Tsygankov hafði komið gestunum yfir. Anderson var svo sjálfur á ferðinni á 62. mínútu og kom heimamönnum yfir.

Junior Moraes tryggði gestunum jafnteflið með mikilvægu marki á 79. mínútu.

Lucas Ocampos skoraði tvisvar fyrir Marseille sem sigraði Athletic Bilbao 3-1 á heimavelli sínum og er í góðri stöðu fyrir seinni leikinn á Spáni.

Domenico Criscito náði í mikilvægt útivallarmark fyrir Zenit Petersburg á lokamínútunumí 2-1 tapi rússneska liðsins fyrir Leipzig í Þýskalandi.

Í Portúgal skoraði Fredy Montero tvisvar sitt hvoru megin við leikhléð og sá til þess að Sporting vann 2-0 sigur á Plzen.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.