Erlent

Varð fyrir eigin bíl á flótta undan lögreglu

Samúel Karl Ólason skrifar
Myndband náðist af atvikinu sem vakið hefur mikla athygli þar sem það er ekki algengt að verða fyrir eigin bíl þegar enginn er undir stýri.
Myndband náðist af atvikinu sem vakið hefur mikla athygli þar sem það er ekki algengt að verða fyrir eigin bíl þegar enginn er undir stýri.
Maður sem var á flótta undan lögreglu í Virginíu í Bandaríkjunum á þriðjudaginn varð fyrir eigin bíl. Hann slasaðist ekki en var handtekinn og var meðal annars kærður fyrir að keyra undir áhrifum áfengis.

Myndband náðist af atvikinu sem vakið hefur mikla athygli þar sem það er ekki algengt að verða fyrir eigin bíl þegar enginn er undir stýri.

Þegar lögregluþjónar reyndu að stöðva manninn keyrði hann á brott og var honum veitt eftirför. Hann reyndi svo að stökkva út úr bíl sínum án þess að stöðva hann. Sjálfskipti bíllinn keyrði því áfram og þegar maðurinn reyndi að hlaupa fram fyrir bílinn varð hann fyrir honum og féll í götuna. Honum tókst að standa upp og hlaupa áfram en var fljótt stöðvaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×