Innlent

Bílvelta við Hörpu

Samúel Karl Ólason skrifar
Auk sjúkraflutningamanna og lögreglu var tækjabíll frá slökkviliðinu sendur á vettvang þar sem eldsneyti úr bílnum lak á götuna.
Auk sjúkraflutningamanna og lögreglu var tækjabíll frá slökkviliðinu sendur á vettvang þar sem eldsneyti úr bílnum lak á götuna. Vísir/Erla

Bílvelta varð við Hörpu á tólfta tímanum í kvöld. Einn maður var í bílnum og var hann fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er ekki vitað hve mikil ökumaður bílsins slasaðist, en hann stóð við bílinn þegar viðbragðsaðila bar að garði.

Auk sjúkraflutningamanna og lögreglu var tækjabíll frá slökkviliðinu sendur á vettvang þar sem eldsneyti úr bílnum lak á götuna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.