Erlent

Trump ætlar að hitta Kim

Samúel Karl Ólason skrifar
Chung Eui-yong, þjóðaröryggisráðgjafi Suður-Kóreu, við Hvíta húsið í kvöld.
Chung Eui-yong, þjóðaröryggisráðgjafi Suður-Kóreu, við Hvíta húsið í kvöld. Vísir/AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að funda með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, fyrir lok maí.

Þetta sagði Chung Eui-yong, þjóðaröryggisráðgjafi Suður-Kóreu, við Hvíta húsið nú í kvöld. Chung, ásamt öðrum embætissmönnum frá Suður-Kóreu, fundaði nýverið með Kim í Pyongyang, höfuðborg Norður-kóreu.

Chung sagði að markmið fundarins yrði að fá yfirvöld Norður-Kóreu til að losa sig endanlega við kjarnorkuvopn. Kim mun hafa sagst vera tilbúinn til þess og hét því að engar frekari tilraunir með kjarnorkuvopn eða eldflaugar yrðu framkvæmdar.

Verði af fundinum verður það í fyrsta sinn sem leiðtogar Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hittast eða ræða saman. Ríkin hafa í raun verið í stríði í áratugi.

Chung sagði blaðamönnum við Hvíta húsið að það væri Trump að þakka að Norður-Kórea væri tilbúin til að setjast við samningaborðið og sagðist hafa gert Trump það ljóst. 


Tengdar fréttir

Breytt staða á Kóreuskaga

Forseti Suður-Kóreu og einræðisherra Norður-Kóreu, Kim Jong-un, munu eiga sinn fyrsta fund í apríl. Beinni línu á milli leiðtoganna verður komið á.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.