Erlent

Fréttirnar um fund Trump og Kim líkt og „krafta­verk“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Fulltrúar Suður-Kóreu tilkynntu um fundinn í Hvíta húsinu í gær.
Fulltrúar Suður-Kóreu tilkynntu um fundinn í Hvíta húsinu í gær. vísir/getty
Forseti Suður-Kóreu, Moon Jae-in, segir að fréttirnar af fyrirhuguðum fundi Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, hafi komið líkt og „kraftaverk.“

Greint var frá því í gærkvöldi að Trump hefði tekið beiðni Kim um fund og er áætlað að þeir hittist fyrir lok maí. Fundurinn yrði sögulegur því ef af honum verður yrði það í fyrsta skipti sem leiðtogar Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hittast og ræða saman.

Það voru fulltrúar Suður-Kóreu sem tilkynntu fjölmiðlum um að Trump hefði tekið boði Kim eftir að þeir höfðu hitt Bandaríkjaforseta og borið boðið undir hann.

„Ef Trump forseti og leiðtoginn Kim hittast í kjölfarið á fundi Suður-Kóreu og Norður-Kóreu þá verður afvopnun kjarnavopna á Kóreuskaga komin í rétt ferli,“ sagði Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, um fréttirnar af fundinum.

Þá hafa yfirvöld í Kína fagnað áformum Trump og Kim, sagt að þróunin á Kóreuskaganum sé nú í rétta átt og kalla eftir pólitísku hugrekki.

Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, sagði að Japan myndi halda áfram að setja fullan þrýsting á Norður-Kóreu um afvopnun kjarnavopna. Kvaðst hann vonast til að hitta Trump fyrir fund hans með Kim en Norður-Kóreumenn sendu eldflaugar yfir Japan tvisvar sinnum á síðasta ári.


Tengdar fréttir

Trump ætlar að hitta Kim

Forseta Bandaríkjanna barst í dag bréf frá einræðisherra Norður-Kóreu og beiðni um fund sem halda á fyrir maí.

Koma með einkaskilaboð frá Kim til Bandaríkjastjórnar

Sendinefnd suðurkóreskra erindreka mun koma einkaskilaboðum frá Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, til Bandaríkjastjórnar þegar sendinefndin ferðast til höfuðborgarinnar Washington síðar í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×