Viðskipti innlent

Hagvöxtur árið 2017 var 3,6%

Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar
Fjárfesting hins opinbera tók kipp og jókst um 23,4% á árinu 2017.
Fjárfesting hins opinbera tók kipp og jókst um 23,4% á árinu 2017. Visir/GVA
Landsframleiðsla jókst að raungildi um 3,6% á árinu 2017 samkvæmt frétt Hagstofu Íslands. Vega þar einkaneysla og fjárfesting þyngst. Einkaneysla jókst um 7,8% og fjárfesting um 9,3%.

Fjárfesting sem hlutfall af lands­fram­leiðslu nam 22,1% á árinu 2017. Íbúðafjárfesting jókst um 21,6% á árinu.

Líkt og Vísir greindi frá á miðvikudag hækkaði húsnæðisverð á Íslandi um 24,9% frá þriðja ársfjórðungi ársins 2016 til þriðja ársfjórðungs árið 2017. Hækkunin er sú mesta meðal OECD ríkja. Ísland sker sig úr í samanburðinum en næst mesta hækkunin á tímabilinu var í Kanada þar sem hún var 11,9%.

Útflutningur jókst um 4,8% á árinu 2017 á meðan að innflutningur jókst um 11,9%. Alls varð 105 milljarða króna afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum.

Fjárfesting hins opinbera tók kipp og jókst um 23,4% á árinu 2017. Vöxtur í samneyslu var 2,6%.


Tengdar fréttir

Hækkunin hér sú mesta innan OECD

Hvergi innan aðildarríkja OECD hækkaði íbúðaverð frá þriðja ársfjórðungi 2016 til þriðja fjórðungs 2017 eins mikið og hér á landi. Raunhækkunin á Íslandi var 24,9 prósent en 2,9 prósent á evrusvæðinu.

Hægir töluvert á hagvexti

Í Hagsjá Landsbankans kemur fram að hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi hafi verið 3,1 prósent. Hann hefur ekki verið minni á sama ársfjórðungi síðan árið 2015.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×