Viðskipti innlent

Hagvöxtur árið 2017 var 3,6%

Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar
Fjárfesting hins opinbera tók kipp og jókst um 23,4% á árinu 2017.
Fjárfesting hins opinbera tók kipp og jókst um 23,4% á árinu 2017. Visir/GVA

Landsframleiðsla jókst að raungildi um 3,6% á árinu 2017 samkvæmt frétt Hagstofu Íslands. Vega þar einkaneysla og fjárfesting þyngst. Einkaneysla jókst um 7,8% og fjárfesting um 9,3%.

Fjárfesting sem hlutfall af lands­fram­leiðslu nam 22,1% á árinu 2017. Íbúðafjárfesting jókst um 21,6% á árinu.

Líkt og Vísir greindi frá á miðvikudag hækkaði húsnæðisverð á Íslandi um 24,9% frá þriðja ársfjórðungi ársins 2016 til þriðja ársfjórðungs árið 2017. Hækkunin er sú mesta meðal OECD ríkja. Ísland sker sig úr í samanburðinum en næst mesta hækkunin á tímabilinu var í Kanada þar sem hún var 11,9%.

Útflutningur jókst um 4,8% á árinu 2017 á meðan að innflutningur jókst um 11,9%. Alls varð 105 milljarða króna afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum.

Fjárfesting hins opinbera tók kipp og jókst um 23,4% á árinu 2017. Vöxtur í samneyslu var 2,6%.


Tengdar fréttir

Hækkunin hér sú mesta innan OECD

Hvergi innan aðildarríkja OECD hækkaði íbúðaverð frá þriðja ársfjórðungi 2016 til þriðja fjórðungs 2017 eins mikið og hér á landi. Raunhækkunin á Íslandi var 24,9 prósent en 2,9 prósent á evrusvæðinu.

Hægir töluvert á hagvexti

Í Hagsjá Landsbankans kemur fram að hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi hafi verið 3,1 prósent. Hann hefur ekki verið minni á sama ársfjórðungi síðan árið 2015.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
3,6
4
34.130
ORIGO
3,41
11
64.165
HAGA
3,34
9
116.729
FESTI
3,23
14
192.368
SIMINN
3,2
19
269.039

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-3,39
97
445.720
GRND
0
2
1.506
MARL
0
23
231.586
EIM
0
11
201.996
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.