Viðskipti innlent

Kyrrsetningarbeiðni á eignum Valitor hafnað

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Greiðslukortafyrirtækið Valitor.
Greiðslukortafyrirtækið Valitor. Vísir/Stefán
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur hafnað kyrrsetningarkröfu Datacell og Sunshine Press Productions á eignum Valitor.

Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Datacell og Sunshine Press Productions í skaðabótamáli þeirra gegn Valitor, fór fram á að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu kyrrsetji eignir Valitor upp á sex og hálfan milljarð.

Datacell og Sunshine Press production sáu um rekstur greiðslugáttar fyrir Wikileaks en Valitor ákvað einhliða og án fyrirvara að loka þessari gátt árið 2011. Hæstiréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu árið 2013 að þessi ákvörðun hafi verið ólögmæt og í kjölfarið ákváðu fyrirtækin að höfða skaðabótamál.

Í tilkynningu frá Valitor, þar sem greint er frá ákvörðun sýslumannsins segir að ákvörðunin komi ekki á óvart „enda telur Valitor að kyrrsetningarkrafan hafi ekki átt við nein rök að styðjast.“


Tengdar fréttir

Gætu virkjað ákvæði um gjaldfellingu

Ákvæði um gjaldfellingu í lánasamningum Valitors gætu virkjast ef eignir fyrirtækisins verða kyrrsettar. Forstjórinn segir Valitor ekki vera með nein langtímalán í efnahagsreikningi sínum. Lögmaður krefst þess að FME stöðvi áform






Fleiri fréttir

Sjá meira


×