Sport

Fjallið búið að ná fyrsta markmiðinu sínu af þremur á árinu 2018

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hafþór Júlíus Björnsson fagnaði sigri.
Hafþór Júlíus Björnsson fagnaði sigri. vísir/getty
Hafþór Júlíus Björnsson sýndi mátt sinn og megin á  Arnold Strongman Classic aflraunamótinu sem fram fór í Columbus borg í Ohio ríki í Bandaríkjunum á dögunum.

Árið 2018 lítur úr fyrir að ætla að verða farsælt fyrir Fjallið en hann segir á Instagram-reikningi sínum að hann sé búinn að ná fyrsta markmiðinu sínu af þremur.

„Ég setti mér stór markmið á þessu ári. 1 af 3 í höfn. Næst á dagskrá er keppnin um sterkasta mannr Evrópu,“ skrifaði Hafþór Júlíus um leið og hann þakkaði þjálfurum, vinum og fjölskyldu fyrir stuðninginn eins og sjá má hér fyrir neðan.









Hafþór Júlíus vann Arnold Strongman Classic aflraunamótið og setti heimsmet en þetta er talið vera sterkasta aflraunamót heims.

Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu þegar hann lyfti 472 kílóum og þá setti hann annað heimsmet þegar hann kastaði 25,4 kílóa lóði yfir sex metra rá.

Bæði þessi heimsmet hans má sjá hér fyrir neðan.





 
Very happy with my new WR! 56lb weight over 20 foot bar.  Boom!

A post shared by Hafþór Júlíus Björnsson (@thorbjornsson) on Mar 5, 2018 at 1:57pm PST













Hafþór Júlíus er strax kominn með augun á því að vinna keppnina um sterkasta mann Evrópu og svo er það náttúrulega keppnin um sterkasta mann heims sem hann hefur verið svo nálægt að klára undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×