Lífið

Ragga Ragnars opnar sig um líkamsskömm

Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar
Ragnheiður segir að sterkar konur geti gert hvað sem þær vilja í lífinu.
Ragnheiður segir að sterkar konur geti gert hvað sem þær vilja í lífinu. Visir/Vilhelm Gunnarsson
„Ég hef gengið með þetta í huganum í langan tíma og ólst í raun upp við það að líkamlega sterkar konur væru ekki kvenlegar,“ segir sunddrottningin Ragnheiður Ragnarsdóttir í færslu sinni á Instagram. Ragnheiður er margfaldur Íslandsmeistari í sundi og hefur keppt fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikum.

„Ég veit ekki hversu oft ég hef verið spurð hvort ég sé karlkyns eða kvenkyns. Ég er stolt af því að vera 188 sentímetrar á hæð og var ég búin að ná þeirri hæð þegar ég var tólf ára. Ég geng glöð um í háum hælum.“

Ragnheiður segist hafa æft í marga klukkutíma á dag í tæplega þrjá áratugi. „Ég hef í tvígang tekið þátt í Ólympíuleikum og ótal sinnum keppt á heimsmeistara og Evrópumótum. Ég hef komið einu heilbrigðu barni inn í þennan heim. Það tók mig tíma að fatta það að ég get verið mjög kvenleg, en á sama tíma slegið fjölmörg met og náð mínum markmiðum.“



Ragnheiður segir að sterkar konur geti gert hvað sem þær vilja í lífinu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×