Viðskipti innlent

Um þrjátíu missa störf sín hjá Actavis

Ingvar Þór Björnsson og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa
Starfsemi Actavis á Íslandi er til húsa við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði.
Starfsemi Actavis á Íslandi er til húsa við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði. Vísir/Anton Brink

Um 30 einstaklingar missa störf sín hjá Actavis vegna skipulagsbreytinga. Þetta staðfestir fyrirtækið í samskiptum sínum við fréttastofu.

Starfsfólki Actavis hér á landi var tilkynnt í gær að Teva, móðurfélag Actavis, ætlar að leggja niður skráningarstarfsemi fyrir eigin vörumerki á Íslandi. Þessar skipulagsbreytingar eru liður í endurskipulagningu á rekstri félagsins á heimsvísu.

Mislangan tíma tekur að flytja verkefni eða finna þeim nýjan farveg og taka breytingarnar gildi í áföngum fram á haust en félagið býst við að síðustu uppsagnir vegna þessarar endurskipulagningar verði í nóvember.

Að loknum þessum breytingum verða um 40 manns enn starfandi við lyfjaskráningu hér á landi á vegum félagsins, að mestu vegna starfsemi Medis. Flestir þeirra tæplega 300 starfsmanna Actavis hér á landi vinna við lyfjaþróun og hjá Medis, sem selur lyf- og lyfjahugvit félagsins til annarra lyfjafyrirtækja.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
3,6
4
34.130
ORIGO
3,41
11
64.165
HAGA
3,34
9
116.729
FESTI
3,23
14
192.368
SIMINN
3,2
19
269.039

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-3,39
97
445.720
GRND
0
2
1.506
MARL
0
23
231.586
EIM
0
11
201.996
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.