Viðskipti innlent

Landsvirkjun gefur út græn skuldabréf á Bandaríkjamarkaði

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Frá Þeistareykjum.
Frá Þeistareykjum. Stöð 2/Arnar Halldórsson.

Landsvirkjun hefur samið við bandaríska og breska fagfjárfesta um útgáfu grænna skuldabréfa í gegnum lokað skuldabréfaútboð á Bandaríkjamarkaði að fjárhæð samtals 200 milljóna Bandaríkjadala. Þetta kemur fram tilkynningu frá Landsvirkjun.

Bréfin eru án ríkisábyrgðar og tengjast framkvæmdum við Þeistareykjavirkjun og Búrfell 2. Landsvirkjun hefur útbúið grænan ramma um skuldabréf samkvæmt viðmiðum ICMA um slík bréf. Andvirði útgáfunnar verður ráðstafað til verkefna í orkuvinnslu með endurnýjanlegum orkugjöfum sem hafa jákvæð umhverfisáhrif.

Landsvirkjun er fyrsti útgefandi grænna skuldabréfa á Íslandi en við útgáfu grænna skuldabréfa fær útgefandi lán frá fjárfestum þar sem þriðji aðili vottar að andvirði skuldabréfsins verði ráðstafað í verkefni sem hafa jákvæð umhverfisáhrif, svo sem til endurnýjanlegrar og sjálfbærrar orkuvinnslu.

Þá er útgáfan með fyrstu grænu skuldabréfunum sem orkufyrirtæki gefur út í gegnum lokað skuldabréfútboð á bandaríska skuldabréfamarkaðnum og einnig með fyrstu grænu skuldabréfunum sem gefin eru út á þeim markaði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
3,6
4
34.130
ORIGO
3,41
11
64.165
HAGA
3,34
9
116.729
FESTI
3,23
14
192.368
SIMINN
3,2
19
269.039

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-3,39
97
445.720
GRND
0
2
1.506
MARL
0
23
231.586
EIM
0
11
201.996
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.