Innlent

Nýr yfirmaður kynferðisbrotadeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Theodór Kristjánsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn.
Theodór Kristjánsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Lögreglan
Theodór Kristjánsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, hefur tekið við stjórn kynferðisbrotadeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 

Árni Þór Sigmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn, sem verið hefur yfirmaður deildarinnar, hefur óskað eftir flutningi úr miðlægri rannsóknardeild og í ný verkefni. 

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu vinnur Theodór að skipulagsbreytingum á deildinni.

Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Hann segir jafnframt að kynferðisbrotadeild heyri nú beint undir Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra. 

Árni Þór Sigmundsson, fráfarandi yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.VÍSIR/EYÞÓR
Deildin harðlega gagnrýnd vegna máls barnaverndarstarfsmanns

Hann segir skipulagsbreytingarnar ekki á neinn hátt tengjast mistökum sem urðu við rannsókn máls starfsmanns barnaverndar Reykjavíkurborgar, sem hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot. Sigríður Björk sagði í kjölfar umfjöllunar um málið að hún teldi ástæðulaust að málið hefði áhrif á stöðu yfirmanna kynferðisbrotadeildarinnar.

Samkvæmt upplýsingum frá Sigríði Björk verður jafnframt breyting á tæknideild og tölvurannsókna- og rafeindadeild sem verða færðar undir stjórn Karls Steinars Valssonar, sem mun stýra miðlægri deild um skipulagða glæpastarfsemi. Hann tekur við af Grími Grímssyni sem tekur við sem tengiliður Europol þann 1. apríl næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×