Handbolti

Þrettán íslensk mörk í tapi Westwien

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ólafur Bjarki Ragnarsson.
Ólafur Bjarki Ragnarsson. Vísir

Íslendingarnir í liði Westwien halda áfram að draga vagninn í markaskorun liðsins en þeir voru tveir markahæstu mennirnir í tapi Westwien gegn Alpla í austurrísku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Viggó Kristjánsson var markahæstur með 7 mörk og kom Ólafur Bjarki Ragnarsson næstur með 6 mörk.

Mörk Ólafs komu snemma leiks og hann átti tvö fyrstu mörk leiksins og fjögur af fyrstu fimm mörkum Westwien. Heimamenn í Alpla fóru inn í leikhléið með tveggja marka forystu, 18-16. Þeir áttu svo 7-1 kafla snemma í seinni hálfleik sem gerði út um leikinn.

Gestirnir náðu aðeins að krafsa í bakkann, en þó ekki nóg til þess að stela sigrinum.

Alpla er á toppi deildarinnar, sjö stigum á undan Westwien sem er í fjórða sætinu. Viggó, sem hefur dregið vagninn fyrir Westwien í markaskorun í vetur, er þriðji markahæsti maður deildarinnar með 109 mörk í 18 leikjum. Hann á þó litla möguleika á að verða markahæstur en efsti maður, Srdjan Predragovic í liði Linz, er með 180 mörk í 18 leikjum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.