Handbolti

Þrettán íslensk mörk í tapi Westwien

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ólafur Bjarki Ragnarsson.
Ólafur Bjarki Ragnarsson. Vísir
Íslendingarnir í liði Westwien halda áfram að draga vagninn í markaskorun liðsins en þeir voru tveir markahæstu mennirnir í tapi Westwien gegn Alpla í austurrísku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Viggó Kristjánsson var markahæstur með 7 mörk og kom Ólafur Bjarki Ragnarsson næstur með 6 mörk.

Mörk Ólafs komu snemma leiks og hann átti tvö fyrstu mörk leiksins og fjögur af fyrstu fimm mörkum Westwien. Heimamenn í Alpla fóru inn í leikhléið með tveggja marka forystu, 18-16. Þeir áttu svo 7-1 kafla snemma í seinni hálfleik sem gerði út um leikinn.

Gestirnir náðu aðeins að krafsa í bakkann, en þó ekki nóg til þess að stela sigrinum.

Alpla er á toppi deildarinnar, sjö stigum á undan Westwien sem er í fjórða sætinu. Viggó, sem hefur dregið vagninn fyrir Westwien í markaskorun í vetur, er þriðji markahæsti maður deildarinnar með 109 mörk í 18 leikjum. Hann á þó litla möguleika á að verða markahæstur en efsti maður, Srdjan Predragovic í liði Linz, er með 180 mörk í 18 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×