Innlent

Borgarstjóri skálaði í Borgarlínubjór

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri stóð vaktina hluta dagsins og bauð gestum sýningarinnar upp á hinn sérmerkta Borgarlínubjór.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri stóð vaktina hluta dagsins og bauð gestum sýningarinnar upp á hinn sérmerkta Borgarlínubjór.
Reykjavíkurborg bauð upp á Borgarlínubjór á stórsýningunni Verk og vit í gær. Á sýningunni kynna um 120 fyrirtæki og stofnanir vörur sínar og þjónustu og lagði Reykjavíkurborg áherslu á fyrirhugaða Borgarlínu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri stóð vaktina hluta dagsins og bauð gestum sýningarinnar upp á hinn sérmerkta Borgarlínubjór.

Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, að keyptir hafi verið tíu kassar fyrir opnun sýningarinnar. Segir hann að þátttakendur hafi verið hvattir til að bjóða upp á veitingar.

„Steðji brugghús útvegaði ómerktar flöskur sem voru merktar með Borgarlínumiðum. Bjórinn er ekki sérbruggaður.  Þátttakendur í Verk og vit voru hvattir til að hafa einhverjar veitingar á boðstólum af sýningarhöldurum og bauð meirihluti sýnenda upp á áfengar veitingar í gær við opnun,“ segir Bjarni.

 

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu stefna á að á næstu áratugum verði byggt upp nýtt almenningssamgöngukerfi sem eigi að vera hagkvæm og vistvæn leið til þess mæta fjölgun íbúa til ársins 2040 og því álagi sem reiknað er með að slík fjölgun muni hafa á vegakerfi höfuðborgarsvæðisins. Áætlanir nú gera ráð fyrir því að um 70 milljarðar verði lagðir í uppbygginguna á næstu áratugum.

Þverpólitísk skátt hefur verið um borgarlínuna en útlit er fyrir að hið nýja samgöngukerfi verði þrætuepli í kosningabaráttunni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×