Lífið

Konungur klámfenginnar klúbbtónlistar mætir til landsins

Stefán Þór Hjartarson skrifar
Rassar munu hristast á Húrra í mars.
Rassar munu hristast á Húrra í mars. Wikipedia
DJ Assault gerði allt brjálað með laginu Ass-N-Titties seint á síðustu öld. Um er að ræða dansvænan óð til þess sem DJ Assault finnst með því mikilvægasta í lífinu. Og nú ætlar maðurinn að koma hingað til lands að trylla skemmtistaðinn Húrra með dúndrandi rassabassa.

Ghettotech nefnist senan sem DJ Assault kemur úr og varð hún til í Detroit sem ásamt Chicago er höfuð­borg danstónlistar í Bandaríkjunum. Teknóið og house-ið varð til í þessum borgum og var síðan flutt til Evrópu þar sem tónlistarsenurnar lifa góðu lífi enn í dag. Sömuleiðis þegar ghettotech-senan sprakk út í kringum árið 2000 og fór úr neðanjarðarklúbbum Detroit-borgar til flestallra töff dansklúbba í Evrópu.

Lagið Ass-N-Tittes var stóri smellurinn, eiginlega eina lagið sem þeim, sem ekki hafa sökkt sér ofan í málið, dettur í hug þegar þau heyra orðið „ghettotech“ – ef þau þá vita almennt af því að það er það sem þessi einfalda, bassaríka og hraða danstónlistarstefna er kölluð.

Um er að ræða einskonar bræðing af Chicago house-tónlist, teknói Detroit-borgar, klámfengna, bassaríka og hraða frændanum Miami bass og svo má finna áhrif frá garage-tónlistinni bresku.

DJ Assault spilar á Húrra þann 9. mars.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×