Enski boltinn

Eiður Smári: Ekkert stórslys hjá Man. City

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Eiður á Sky Sports í gær.
Eiður á Sky Sports í gær.
Eiður Smári Guðjohnsen var á Sky Sports í gærkvöldi að ræða leik Wigan og Man. City í ensku bikarkeppninni. Hann hefur ekki trú á því að tapið muni hafa mikil áhrif á leikmenn Man. City.

„Þetta er högg fyrir City en ekkert stórslys. Liðið mun nota næsta leik til þess að koma sér aftur á rétta braut. Ég hef ekki trú á því að þetta muni hafa mikil áhrif á liðið. Auðvitað vill liðið berjast um alla titla en þetta er ekkert stórslys,“ sagði Eiður Smári í The Debate á Sky Sports þar sem hann ræddi leikinn með Matthew Upson.

Eiður Smári þekkir Pep Guardiola, stjóra City, vel eftir að hafa leikið undir hans stjórn hjá Barcelona.

„Hann verður hrikalega svekktur. Kannski ekki með liðið, því það vantaði ekki upp á andann, heldur hvernig liðið fór með færin sín.“

Sjá má innslagið með Eiði Smára hér.


Tengdar fréttir

Will Grigg á eldi og City úr leik

Norður-Írinn, Will Grigg, var hetja Wigan þegar C-deildarliðið gerði sér lítið fyrir og henti Manchester CIty úr leik í enska bikarnum. Lokatölur 1-0.

Aguero sló til áhorfanda

Það varð allt gjörsamlega vitlaust eftir að Wigan hafði slegið Man. City út úr enska bikarnum í gær og áhorfendur streymdu inn á völlinn til þess að fagna með sínum mönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×