Handbolti

Seinni bylgjan: Hvernig á að skrá sjálfsmark í handbolta?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðmundur Pedersen er hér að skora sjálfsmarkið fræga.
Guðmundur Pedersen er hér að skora sjálfsmarkið fræga.
Strákarnir í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport opnuðu gullkistuna í gær og skoðuðu eftirminnilegt sjálfsmark úr Hafnarfjarðarslag.

Ástæðan fyrir því er sú að í þarsíðustu umferð töldu þeir að Björgvin Páll Gústavsson hefði skorað sjálfsmark er hann sveiflaði hendinni langt inn í markið með boltann.

Það ku ekki vera sjálfsmark. Svo lengi sem markmaður er með fulla stjórn á boltanum og sínum hreyfingum þá má hann sveifla hendinni langt inn í markið án þess að það sé sjálfsmark.

Í gær skoðuðu þeir leik Hauka og FH frá árinu 1999. Þá var FH einu marki yfir er 2 sekúndur voru eftir. Haukar með fríkast, köstuðu boltanum inn í teiginn þar sem FH-ingurinn Guðmundur Pedersen hoppaði á eftir boltanum ásamt leikmanni Hauka en varð fyrir því óláni að blaka boltanum í eigið mark. Það reyndist vera jöfnunarmark Hauka og leikurinn fór 20-20.

Strákarnir í Seinni bylgjunni veltu mikið fyrir sér hver ætti að fá svona mark skráð á sig. Glöggir áhorfendur greindu svo frá því á Twitter að Haukamaðurinn sem gæfi sendinguna fengi markið skráð á sig.

Sjá má þessa veislu hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×