Handbolti

Eyjamenn fara til Rússlands

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Komast Eyjamenn alla leið í úrslitin?
Komast Eyjamenn alla leið í úrslitin? vísir/ernir
ÍBV fer til Rússlands í átta liða úrslitum Áskorendabikars Evrópu en dregið var í viðureignirnar í dag og kom lið SKIF Krasnodar upp úr pottinum.

Krasnodar er borg við Rauðahafið í suður Rússlandi og eiga Eyjamenn því nokkuð ferðalag fyrir höndum. Krasnodar vann Zrinjski Mostar frá Bosníu í 16-liða úrslitunum. Liðið er í þriðja sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar, sama sæti og liðið endaði í á síðasta tímabili.

Fyrri leikur liðanna verður ytra 24. eða 25. mars og viku síðar verður seinni leikurinn leikinn í Vestmannaeyjum.

Fari svo að ÍBV nái sigri í einvíginu munu Eyjamenn mæta annað hvort rúmenska liðinu Potaissa Turda eða Fyllingen Bergen frá Noregi í undanúrslitunum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×