Handbolti

Seinni bylgjan: Haukur er besti 16 ára leikmaður sem við höfum átt

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Haukur Þrastarson í leik með Selfyssingum.
Haukur Þrastarson í leik með Selfyssingum. vísir/stefán
Hinn 16 ára gamli Haukur Þrastarson var ekkert minna en stórkostlegur á lokakaflanum í leik Selfoss og Hauka. Hans frammistaða sá einna helst til þess að Selfoss vann leikinn.

Selfoss var þremur mörkum undir og lítið eftir. Þá stal Haukur þrem boltum af Haukunum og kom sínu liði aftur inn í leikinn. Ævintýraleg frammistaða.

„Ég hef ekki séð betri 16 ára leikmann. Ef við tökum alla þessa súpertalenta sem við höfum átt í gegnum árin og berum þá saman 16 ára gamla. Í meistaraflokki, með þetta stórt hluverk og þetta gott framlag bæði í vörn og sókn. Hann er einstakur,“ sagði Sebastian Alexandersson í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport.

Sjá má umræðuna og tilþrif Hauks hér að neðan.


Tengdar fréttir

Seinni bylgjan: Leikdagur með Patta

Seinni bylgjan fékk að fylgjast með degi í lífi Patreks Jóhannessonar er hann stýrði Selfossi gegn sínu gamla félagi, Haukum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×