Handbolti

Haukur puttabrotinn og missir af bikarhelginni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hinn 16 ára gamli Haukur Þrastarson hefur slegið í gegn í vetur.
Hinn 16 ára gamli Haukur Þrastarson hefur slegið í gegn í vetur. vísir/stefán
Haukur Þrastarsson, ungstirnið sem hefur farið á kostum með Selfossi í Olís deild karla í vetur, er puttabrotinn og missir líklega af restinni af deildarkeppninni.

Meiðslin eru ekki endanlega staðfest en Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, sagði í samtali við Vísi að hann búist við því að puttinn sé brotinn. Það kemur svo í ljós á föstudaginn þegar Haukur fer í myndatöku hver alvarleiki meiðslanna sé.

Haukur meiddist í leiknum við Hauka á sunnudaginn þegar hann rak höndina í Heimi Óla Heimisson í skoti. Hann kláraði þó leikinn og eftirminnilega tryggði Selfyssingum sigurinn nánast upp á sitt eindæmi.

Selfoss er að berjast um heimaleikjarétt í úrslitakeppninni og bíða risa leikir gegn ÍBV og FH-ingum.

Það sem verra er að Haukur missir líklega af bikarúrslitahelginni þar sem Selfoss mætir Fram í undanúrslitum og getur náð í fyrsta bikar í sögu félagsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×