Enski boltinn

Samherji Gylfa skrifar undir samning

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gana í leik með Everton.
Gana í leik með Everton. vísir/afp
Idrissa Gana Gueye, miðjumaður og samherji Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton, hefur skrifað undir nýjan samning við Everton sem gildir til tímabils 2022.

Gana kom frá Aston Villa sumarið 2016, en hann hefur verið fastamaður í liði Everton á tímabilinu. Hann hefur vaxið eftir því sem liðið hefur á, en Gana hefur spilað sem afasti miðjumaður liðsins.

„Everton er rétti staðurinn fyrir mig og það er ástæðan fyrir því að ég hef skrifað undir nýjan samning,” sagði Gana í samtali við heimasíðu Everton. Með liðinu leikur eins og kunnugt er landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson.

„Ég er mjög ánægður að hafa skrifað undir nýjan samning við Everton. Þetta er frábært fyrir mig, fyrir klúbbinn og ég er mjög ánægður.”

„Ég elska stuðningsmennina hérna. Þeir hafa verið frábærir og þeir gerðu þessa ákvörðun létta að skrifa undir þennan samning,” sagði Gana að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×