Enski boltinn

Wigan og City kærð fyrir lætin│Var hrækt á Aguero?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Læti í leiknum á mánudag.
Læti í leiknum á mánudag. vísir/getty
Manchester City og Wigan hafa bæði verið ákærð af enska knattspyrnusambandinu fyrir að hafa ekki haft stjórn á leikmönnum sínum í bikarleik liðanna í fyrrakvöld.

Wigan vann ótrúlegan sigur, en leikið var á DW-leikvanginum í fyrrakvöld. Will Grigg skoraði eina mark leiksins undir lokin, en mikill hiti var í leiknum og sló Sergio Aguero meðal annars til áhorfenda eftir leikinn.

Fabian Delph var vísað af velli í fyrri hálfleik en leikmenn beggja liða umkringdu dómarann Anthony Taylor dómara í þann mund sem hann gaf brottvísunina. Einnig voru læti í hálfleik þar sem stjórar liðanna tókust meðal annars á.

Enska knattspyrnusmbandið hefur kært bæði lið en þau hafa frest til næsta föstudags til að áfrýja. Einnig hafa liðin verið beðin um að svara því hvað átti sér stað í leikslok.

Við sama tilefni staðfesti knattspyrnusambandið að það myndi ekki ákæra Sergio Aguero fyrir höggið eftir leik.

Heimildir Sky herma einnig að City íhugar að rannsaka hvað gerðist eftir leikinn og mögulega leggja fram kæru á Wigan þar sem talið er að stuðningsmaðurinn sem Aguero lenti í útistöðum við hafi hrækt á hann.


Tengdar fréttir

Aguero sló til áhorfanda

Það varð allt gjörsamlega vitlaust eftir að Wigan hafði slegið Man. City út úr enska bikarnum í gær og áhorfendur streymdu inn á völlinn til þess að fagna með sínum mönnum.

Aguero fær ekki refsingu

Sergio Aguero verður ekki refsað af enska knattspyrnusambandinu fyrir atburðarásina eftir bikarleik Manchester City og Wigan í gærkvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×