Körfubolti

Craig: „Finnur með hugann við verkefnið“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, segir að Finnur Freyr Stefánsson, astoðarlandsliðsþjálfari, sé með fullan hug við landsliðsverkefnin í vikunni, en Finnur íhugar að hætta eins og kom fram í Akraborginni í gær.

Ísland mætir Finnlandi og Tékklandi í Laugardalshöll, annars vegar á föstudag, og hins vegar á sunnudag, en þetta gætu verið síðustu landsleikir Finns sem aðstoðarlandsliðsþjálfara.

„Eins og staðan er núna er Finnur með og er einbeittur. Hann var á æfingu í morgun og við ræddum málin. Hann sagðist vera með allan hugann við verkefnin í vikunni með landsliðinu,” sagði Craig í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Það er frábært við þurfum hans innlegg og pælingar. Hann er með margar góðar hugmyndir og ég virði þær. Við þurfum hann um borð og hann er um borð.”

Mikið hefur verið rætt og ritað um æfingarhelgina sem fór fram um helgina, en Craig segir að liðið þurfi allan sinn fókus á leikina mikilvæga sem framundan eru.

„Við þurfum á hreinskilni að halda við æfingarnar og þannig er það. Sem betur fer get ég ekki lesið mikla íslensku svo ég get ekki séð allt, en við einbeitum okkur að leiknum og að æfingum út vikuna,” sagði Craig.

Fréttina má sjá í heild sinni hér að ofan.


Tengdar fréttir

Formaður KKÍ: Alltaf gott að vera vitur eftir á

Það vantaði ekki umræðuna í körfuboltahreyfingunni um helgina út af umdeildri æfingahelgi hjá landsliðinu. Um fátt annað var rætt þó svo frábærir leikir væru fyrir helgi og í gær.

Craig um gagnrýnina á Finn: „Algjörlega fáránleg"

Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karlaliðs Íslands í körfubolta, gefur lítið fyrir þá gagnrýni sem hann og aðstoðarmenn hans hafa fengið fyrir æfingarbúðirnar sem standa yfir um helgina.

Finnur Freyr: „Hefur hvarflað að mér að hætta hjá KKÍ“

Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR og aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands í körfubolta, íhugar að stíga til hliðar sem landsliðsþjálfari, en mikið hefur verið rætt og ritað um körfuboltalandsliðið í kjölfar æfingarhelgar sem var um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×