Íslenski boltinn

Glenn í Árbæinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Glenn í leik með Breiðablik.
Glenn í leik með Breiðablik. vísir/anton
Jonathan Glenn er genginn í raðir Fylkis og mun leika með liðinu í Pepsi-deildinni næsta sumar, en samningurinn er til tveggja ára.

Trínídad og Tóbagóinn hefur leikið hér á landi áður, en knattspyrnuáhugamenn ættu að þekkja hann frá veru hans hjá Breiðablik og ÍBV. Hann lék við góðan orðstír, sér í lagi hjá síðarnefnda liðinu.

Glenn skoraði tólf mörk í 24 leikjum fyrir ÍBV sumarið 2014 og skoraði 14 mörk í 22 leikjum fyrir Breiðablik og ÍBV sumarið 2015, en hann skipti yfir í Breiðablik á miðju tímabili þar sem hann skoraði átta mörk í níu leikjum.

Það gekk hins var ekki nægilega vel hjá Glenn sumarið 2016 þar sem hann gat varla keypt sér mark. Kappinn skoraði einungis eitt mark í átján leikjum í deild og bikar, en mark hans kom í bikarkeppninni.

Síðan þá hefur Glenn leikið í Bandaríkjunum, er nú genginn í raðir nýliða Fylkis. Helgi Valur Daníelsson og Ragnar Bragi Sveinsson eru einnig gengnir í raðir Fylkis, en Ragnar Bragi var á láni hjá liðinu í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×