Erlent

Ökuskírteinið í farsímann

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Finnar bjóða nú rafræn ökuskírteini.
Finnar bjóða nú rafræn ökuskírteini. Vísir/Getty
Í sumar geta allir í Finnlandi sem vilja fengið viðbótarökuskírteini sem app í farsímann. Finnland verður þar með fyrsta landið í heiminum sem tekur í notkun rafræn ökuskírteini. Yfir þúsund einstaklingar hafa prófað notkun slíkra skírteina og árangurinn hefur verið góður.

Í Svíþjóð kanna samgönguyfirvöld möguleikana á að taka í notkun rafræn ökuskírteini. Stefnt er að því að sænsk lausn verði tilbúin í byrjun næsta árs. Ekki er stefnt að því að skipta út hefðbundnum ökuskírteinum fyrir rafræn ökuskírteini í náinni framtíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×