Sport

Vonn varð að sætta sig við bronsið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Vonn á pallinum með Goggia og Mowinckel.
Vonn á pallinum með Goggia og Mowinckel. vísir/getty
Skíðadrottningin Lindsey Vonn varð aðeins þriðja er keppni í bruni kvenna fór fram á Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang í nótt.

Það var hin ítalska Sofia Goggia sem hreppti gullið en hún er fyrsta ítalska konan til þess að vinna gull í brunkeppni kvenna á ÓL. Síðasti ítalski karlinn til þess að vinna brunkeppnina var Zeno Colo árið 1952.

Ragnhild Mowinckel var aðeins 0,09 sekúndum á eftir Goggia og tók með því silfrið. Vonn var svo 0,47 sekúndum á eftir Goggia.

Hin 33 ára gamla Vonn er að skíða á sínum síðustu Ólympíuleikum. Hún vann brunið árið 2010 og bronsið í nótt voru hennar þriðju verðlaun í sögu leikanna.

 



Þó svo hún hafi ætlað sér stærri hluti þá var hún ánægð með uppskeruna þrátt fyrir allt enda sú elsta til þess að hljóta verðlaun í alpagrein á ÓL.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×