Sport

Sögulegt brons hjá Björgen er Bandaríkin vann óvænt gull

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Björgen í göngunni í morgun.
Björgen í göngunni í morgun. Vísir/AP
Marit Björgen vann í morgun sín fjórtándu verðlaun á Vetrarólympíuleikum og þegar sveit Noregs varð þriðja í liðakeppni í sprettgöngu á leikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu.

Þar með tók hún fram úr Ole Einar Björndalen sem var fyrir leikana sigursælasti keppandi á Vetrarólympíuleikum á upphafi með þrettán verðlaun.

Sjá einnig:Bjørgen jafnaði Ole Einar Bjørndalen

Björgen hefur nú unnið fern verðlaun í Suður-Kóreu - eitt gull, eitt silfur og tvö brons. Hún keppti með Maiken Falla í morgun en norska liðið varð að játa sig sigrað í baráttunni um gullið eftir æsispennanid lokasprett.

Þær bandarísku trúðu vart eigin augum þegar sigurinn var í höfn.Vísir/AP
Hin sænska Stina Nilsson var með forystuna þegar komið var inn á beina kaflann við endamarkið en þá skaust öllum að óvörum Jessica Diggins fram úr henni og tryggði Bandaríkjunum óvænt gullverðlaun í greininni.

Þetta voru fyrstu gullverðlaun Bandaríkjanna í skíðagöngu á Ólympíuleikum og var fögnuður þeirra Diggins og Kikkan Randall, liðsfélaga hennar, ósvikinn þegar sigurinn var í höfn.

Hér fyrir neðan má sjá samantaket frá keppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×