Erlent

Faðir drengsins í ferðatöskunni sleppur með sekt

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Myndin sem landamæraverðir sáu er þeir skönnuðu ferðatöskuna.
Myndin sem landamæraverðir sáu er þeir skönnuðu ferðatöskuna. Vísir/AFP
Faðir átta ára gamals drengs sem smyglað var til Spánar frá Marokkó í ferðatösku þarf ekki að fara í fangelsi vegna málsins. Saksóknarar höfðu krafist þess að hann yrði dæmdur í fangelsi. BBC greinir frá.

Neyddust þeir þó til þess að falla frá kröfunni um fangelsisvist eftir að saksóknurum mistókst að sýna fram á að faðirinn hafi haft vitnesku um að drengnum yrði smyglað til Spánar í ferðatösku. Þess í stað var faðirinn dæmdur til greiðslu 92 evru sektar, um ellefu þúsund krónur, fyrir þátt sinn í málinu.

Faðirinn samdi við aðila um að koma syni sínum yfir til Spánar en fyrir rétti sagði sonurinn, nú tíu ár agamall, að hvorki hann né faðir hans hafi haft hugmynd að syninum yrði komið fyrir í ferðatösku.

Smygltilraunin var gerð árið 2015 þegar ung kona var stöðvuð með ferðatösku á landamærum Marokkó og Spánar í Ceuta. Þegar ferðataskan var skönnuð kom í ljós að drengurinn var í töskunni. Drengurinn býr nú með móður sinni í Frakklandi en reiknar faðirinn með að fjölskyldan muni sameinast á ný á norður-Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×