Innlent

Komst við illan leik úr bíl sem fór í höfnina á Fáskrúðsfirði

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Höfnin á Fáskrúðsfirði að sumri til.
Höfnin á Fáskrúðsfirði að sumri til. Vísir/GVA
Karlmaður komst við illan leik úr bíl sem fór í höfnin á Fáskrúðsfirði í morgun. Var hann fluttur til aðhlynningar á Fjórðungssjúkrahúsið á Neskaupsstað. Austurfrétt greindi fyrst frá.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Fáskrúðsfirði var mikil hálka á hafnarsvæðinu í morgun en snjóað hafði yfir svellið. Missti maðurinn stjórn á bílnum er hann var á leið til vinnu með þeim afleiðingum að bíllinn fór í snjóinn.

Komst hann sem fyrr segir úr bílnum við illan leik en var bíllinn orðinn hálfullur af vatni er maðurinn komst úr bílnum. Synti hann í land og gerði viðvart um slysið.

Var maðurinn fluttur á sjúkrahúsið á Neskaupsstað, bæði kaldur og hrakinn, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu virðist hann hafa sloppið nokkuð vel frá atvikinu. Búið er að koma bílnum á land.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×