Erlent

Billy Graham látinn

Birgir Olgeirsson skrifar
Þessi heimsfrægi sjónvarpspredikari var 99 ára gamall þegar hann lést.
Þessi heimsfrægi sjónvarpspredikari var 99 ára gamall þegar hann lést. Vísir/Getty
Bandaríski sjónvarpspredikarinn Billy Graham er látinn, 99 ára að aldri. Hann var þekktur um víða veröld fyrir predikanir sínar og hélt þær meðal annars á stórum leikvöngum.

Árið 2013 vakti mikla athygli haldin var trúarhátíðin Hátíð vonar í Laugardalshöll. Aðalpredikari þeirrar hátíðar var Franklin Graham, sonur Billy Graham, og var talið að kristniboðssamtök Billy Graham hafi greitt meira en helming kostnaðarins. 

Billy Graham er sagður hafa predikað fyrir frama 210 milljónir manna en hann varð mikill fylgismaður kristinnar trúar eftir að hafa hlýtt á farandpredikara 16 ára gamall og var vígður til prests árið 1939.


Tengdar fréttir

Hjólar í Íslandsvin og hommahatara

Páll Óskar hvetur Íslendinga til þess að senda nýleg ummæli Graham áfram á biskup Íslands "eða einhverja aðra grúppíu hans úr þjóðkirkjunni.

Billy Graham eyðir stórfé í Hátíð vonar

"Það liggur í augum uppi að það er ekki ókeypis að leigja Höllina, birta allar þessar auglýsingar og hafa allan þennan tækjabúnað sem til þarf. Markmiðið er að gera þetta vel, þannig að öllum líði vel,“ segir Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hátíðar vonar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×