Erlent

Snapchat lofar breytingum eftir óvinsæla uppfærslu

Kjartan Kjartansson skrifar
Upphaflega vildu stjórnendur Snapchat sem minnst vita af óánægju notenda með breytingar í síðustu uppfærslu forritins. Nú virðast þeir hafa gefist upp fyrir andstöðunni.
Upphaflega vildu stjórnendur Snapchat sem minnst vita af óánægju notenda með breytingar í síðustu uppfærslu forritins. Nú virðast þeir hafa gefist upp fyrir andstöðunni. Vísir/AFP
Stjórnendur samskiptaforritsins Snapchat hafa lofað notendum nýrri uppfærslu til að lægja reiðiöldur vegna breytinga sem voru gerðar á því í þeirri síðustu.

Yfir milljón manns hefur skrifað undir áskorun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að nýjasta uppfærslan á Snapchat verði „fjarlægð“. Notendur ekki síst ósáttir við að þeir eigi erfiðara með að finna svonefndar „sögur“ í forritinu, myndir sem eru sýnilegar fyrir alla vini notenda.

Fyrirtækið svaraði undirskriftasöfnuninni og lofaði að koma með nýja uppfærslu á næstu vikum sem á að gera notendum auðveldara að finna sögurnar. Reuters-fréttastofan segir að ekki sé ljóst af því svari hvort að til standi að taka síðustu uppfærslu til baka.


Tengdar fréttir

Uppfærsla Snapchat fær falleinkunn

Nýjasta uppfærsla Snapchat fær ekki háa einkunn frá notendum. Síðan fyrirtækið fór á markað í febrúar hafa eigendur verið ósáttir við daglega notendur og tekjuöflun – sem er langt fyrir neðan viðmið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×