Innlent

Ómar leitar að bíl tengdaforeldra sinna

Jakob Bjarnar skrifar
Ómar telur að einhverjir krakkabjálfar hafi staðið í því að stela bílnum, sem breytir ekki því að tengdaforeldrarnir sakna hans sárt.
Ómar telur að einhverjir krakkabjálfar hafi staðið í því að stela bílnum, sem breytir ekki því að tengdaforeldrarnir sakna hans sárt.
Ómar R. Valdimarsson lögmaður, og reyndar fjölskylda hans öll, leitar nú logandi ljósi að stolnum bíl.

„Þetta er Skoda Octavia Station árgerð 2015 ljósbrúnn með einkanúmerið R 7231. Honum var að öllum líkindum stolið fyrir hádegi,“ segir Ómar og er með böggum hildar.

„Tengdamamma áttaði sig á því í dag að líklega hefur einhver rænt lyklunum úr úlpunni hennar, en hún starfar í mótttökunni hjá Augljós í Glæsibæ. Það næsta sem hún veit er að Skodinn er horfinn, týndur og tröllum gefinn. Líklegast eru þetta einhver krakkagrey sem eru að standa í þessu í einhverjum bjánaskap. En, tengdó er auðvitað annt um bílinn og má illa vera án hans,“ segir Ómar.

Hann vill beina þeim tilmælum til lesenda Vísis að ef einhver hafi upplýsingar um bílinn eða sjái hann þá vinsamlegast geri sá hinn sami lögreglu viðvart.

„Já, eða hafi samband við tengdaföður minn í síma 858-6211.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×