Viðskipti innlent

Telja kauptækifæri í Icelandair

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Björgólfur Jóhansson er forstjóri Icelandair.
Björgólfur Jóhansson er forstjóri Icelandair. Vísir/GVA
Greiningarfyrirtækið IFS metur gengi hlutabréfa í Icelandair Group á 20,4 krónur á hlut í nýju verðmati. Er það um 27 prósentum yfir gengi bréfanna eftir lokun markaða í gær. IFS ráðleggur fjárfestum því að kaupa hlutabréf í ferðaþjónustufélaginu.

Greinendur IFS telja að gengi bréfanna geti farið í 22,3 krónur á hlut eftir tólf mánuði. Að þeirra mati má búast við því að arðsemi Icelandair Group batni á næstunni, tekjulega séð, og þá meðal annars vegna þeirra skipulagsbreytinga sem stjórnendur félagsins kynntu á síðasta ári til þess að einfalda reksturinn.

IFS spáir því að EBITDA félagsins – rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – verði 190,8 milljónir dala á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×