Lífið

Heimir og Gulli leika þetta ekki eftir

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Cassiday Proctor ásamt Jameson.
Cassiday Proctor ásamt Jameson. Instagram
Morgunþáttastjórnandinn Cassiday Proctor, sem starfar á útvarpsstöðinni The Arch í St. Louis, útvarpaði beint frá því þegar hún eignaðist son sinn með keisaraskurði í liðinni viku. Í samtali við breska ríkisútvarpið segir Proctor að útsendingin hafi verið samvinnuverkefni útvarpsstöðvarinnar og sjúkrahússins og að allt hafi gengið eins og í sögu.

Það hafi þó þurft að hafa hraðar hendur því að sonur hennar, sem fengið hefur nafnið Jameson eftir hlustendakosningu, kom í heiminn tveimur vikum fyrir settan dag. Það hafi sett allt skipulag í töluvert uppnám.

Engu að síður er hin nýbakaða móðir hin alsælasta með hvernig til tókst.

„Það var ótrúlegt að geta deilt mest spennandi degi lífsins míns með hlustendum,“ segir Proctor. Það að fæða barn í beinni útsendingu hafi verið eðlileg viðbót við það sem hún gerir á hverjum degi í útvarpsþætti sínum, þar sem hún segist deila öllu með hlustendum.

Myndbrot af Jameson má sjá hér að neðan.

Little Jedi.

A post shared by Cassiday Proctor (@radiocassiday) on






Fleiri fréttir

Sjá meira


×