Erlent

Herinn bjargaði tugum stúlkna frá Boko Haram

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Boko Haram rændi yfir 200 stúlkum úr þorpinu Chibok árið 2014. Árásin nú átti sér stað í Dapchi, norðvestur af Chibok.
Boko Haram rændi yfir 200 stúlkum úr þorpinu Chibok árið 2014. Árásin nú átti sér stað í Dapchi, norðvestur af Chibok. Vísir/EPA
Nokkrum tugum skólastúlkna sem Boko Haram samtökin í Nígeríu rændu á dögunum hefur verið bjargað af hernum að því er yfirvöld í landinu segja. Nú er talið að um hundrað börnum hafi verið rænt í árásinni sem gerð var í bænum Dapci á dögunum en upphaflegar fréttir voru á leið að árásin hafi farið út um þúfur og að engum hafi verið rænt.

Um fjögur ár eru nú liðin frá því Boko Haram rændu 270 stúlkum úr bænum Chibok. Óljóst er hversu mörgum tókst að bjarga í gær en Reuters fréttastofan hefur eftir foreldrum og embættismönnum að 76 stúlkum hafi verið bjargað og að þrettán sé enn saknað.


Tengdar fréttir

Boko Haram gæti hafa rænt fjölda stúlkna

Um hundrað stúlkur hafa ekki skilað sér eftir árás hryðjuverkasamtakanna á þorpið Dapchi á mánudag. Nemendur og starfsmenn skólans þeirra flúðu en flestir hafa snúið aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×