Leikjavísir

GameTíví dæmir Need for Speed Payback

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar

Strákarnir í GameTíví hafa kveðið upp dóm sinn í nýjasta leiknum í leikjaröðinni Need for Speed.

Sem fyrr var Óli Jóels mættur með fjarstýringu í hönd og með honum var Tryggvi sem elskar fátt meira en lykt af brenndu gúmmíi og það er hellingur af því í Need for Speed Payback, sem er nýjasta útgáfan af þessum vinsælu bílaleikjum.

Strákarnir eru sammála um að Need for Speed leikirnir hafi í gegnum tíðina verið misgóðir. Þeir eru líka sammála um að þessi leikur sé ákveðin endurkoma hjá framleiðendum Need for Speed.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.