Sport

Ljótur leikur á ÓL: Datt og reyndi að fella andstæðing

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kwang reynir hér að sópa undan Japananum.
Kwang reynir hér að sópa undan Japananum. vísir/getty

Sprettskautari frá Norður-Kóreu hefur heldur betur fengið skammir hattinn sinn eftir ódrengilegan leik á Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang.

Sá heitir Kwang Bom Jong og hann datt tvisvar í 500 metra sprettinum. Er hann datt í seinna skiptið sló hann út hendinni og reyndi að fella Japanann Ryosuke Sakazume. Það gekk ekki.

Hinn kurteisi Sakazume tók upp hanskann fyrir Norður-Kóreumanninn og neitaði að trúa því að hefði gert þetta viljandi. Þjálfarinn hans sagði að þetta hefði getað verið eðlilega viðbrögð að reyna að grípa í eitthvað eftir fallið. Norður-Kóreumaðurinn var augljóslega ekki mjög vanur og datt snemma í hlaupinu í bæði skiptin.

Í raun hefði hlaupið átt að klárast er hann datt fyrst en mótshaldarar virðast hafa séð aumur á honum og létu ræsa hlaupið á ný.

Hann kláraði þó hlaupið langsíðastur en var síðar vísað úr keppni fyrir að hafa reynt að fella Japanann. Jong gaf ekki kost á neinum viðtölum eftir keppnina.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.