Ótrúlegur sigur Östersund á Emirates en Arsenal slapp með skrekkinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. Vísir/Getty
Sænska liðið Östersund gerði sér lítið fyrir og skellti stórliði Arsenal, 2-1, á Emirates í kvöld, en Arsenal sleppur með skrekkinn og fer áfram eftir að hafa unnið fyrir leikinn í Svíþjóð, 0-3.

Fæstir áttu von á því að þetta myndi verða spennandi einvígi, en Arsenal stilltu upp nokkru sterku liði í kvöld. Gestirnir byrjuðu þó af krafti og Hosam Aiesh kom þeim yfir á 22. mínútu.

Einungis mínútu síðar voru þeir aftur á ferðinni. Annað markið gerði Ken Sema og Östersund komið í 2-0. Þeir þurftu því einungis eitt mark til þess að skjóta leiknum í framlengingu.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur lesið yfir hausanótunum á sínum mönnum í hálfleik, en Sead Kolasinac minnkaði muninn á 47. mínútu eftir klaufaleg mistök í varnarlínu Östersund.

Því var brekkan orðin brött fyrir Östersund, en þeir unnu þó 2-1 sigur á Emirates og geta verið stoltir af sinni frammistöðu í keppninni. Ótrúleg framganga þeirra þetta árið, en Arsenal er komið í 16-liða úrslitin.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira