Ótrúlegur sigur Östersund á Emirates en Arsenal slapp með skrekkinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. Vísir/Getty

Sænska liðið Östersund gerði sér lítið fyrir og skellti stórliði Arsenal, 2-1, á Emirates í kvöld, en Arsenal sleppur með skrekkinn og fer áfram eftir að hafa unnið fyrir leikinn í Svíþjóð, 0-3.

Fæstir áttu von á því að þetta myndi verða spennandi einvígi, en Arsenal stilltu upp nokkru sterku liði í kvöld. Gestirnir byrjuðu þó af krafti og Hosam Aiesh kom þeim yfir á 22. mínútu.

Einungis mínútu síðar voru þeir aftur á ferðinni. Annað markið gerði Ken Sema og Östersund komið í 2-0. Þeir þurftu því einungis eitt mark til þess að skjóta leiknum í framlengingu.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur lesið yfir hausanótunum á sínum mönnum í hálfleik, en Sead Kolasinac minnkaði muninn á 47. mínútu eftir klaufaleg mistök í varnarlínu Östersund.

Því var brekkan orðin brött fyrir Östersund, en þeir unnu þó 2-1 sigur á Emirates og geta verið stoltir af sinni frammistöðu í keppninni. Ótrúleg framganga þeirra þetta árið, en Arsenal er komið í 16-liða úrslitin.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.