Fótbolti

Blatter vill að Marokkó fái að halda HM í fótbolta 2026

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sepp Blatter.
Sepp Blatter. Vísir/EPA
Sepp Blatter, fyrrum forseti FIFA, fór með HM til Suður-Afríku (2010) og Katar (2022) á valdatíma sínum og nú vill hann sjá HM í fótbolta fara aftur Afríku.

Twitter-reikningur Sepp Blatter er vaknaður af værum blundi efir þrjú ár og þar sagði hann frá stuðningi sínum við framboð Marokkó.

„Það er rökrétt að Marokkó fái HM. Það er kominn tími á Afríku aftur,“ skrifaði Sepp Blatter á Twitter.



 

Sepp Blatter var hrakinn frá völdum hjá FIFA með skömm eftir að upp komst um viðamikil spillingarmál innan sambandsins. Hann er sjálfur að taka út sex ára bann frá fótboltanum vegna spillingamáls.  

Marokkó er í samkeppni við sameiginlegt framboð frá Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó um að halda heimsmeistaramótið eftir átta ár.

Blatter er á því að tvær þjóðir geti ekki haldið HM og því hafi verið ýtt útaf borðinu hjá FIFA á sínum tíma eftir HM í Suður-Kóreu og Japan 2002.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×