Erlent

Fótboltabulla loksins handtekin fyrir líkamsárás á EM

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Aðdáendur landsliða Englands og Rússlands tókust á í Frakklandi sumarið 2016.
Aðdáendur landsliða Englands og Rússlands tókust á í Frakklandi sumarið 2016. Vísir/Getty
Rússnesk fótboltabulla, sem hafði verið eftirlýst síðan á Evrópumeistaramóti í knattspyrnu karla árið 2016, hefur verið handtekin í Þýskalandi. Þetta kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins.

Fótboltabullan, sem réðst á enskan aðdáanda á EM fyrir tæpum tveimur árum, var handtekin við komu sína til landsins frá Moskvu.

Sá grunaði er 31 árs en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hlaut fórnarlamb hans, sem talinn er vera hinn 53 ára Andrew Bache frá Portsmouth, beinbrot og alvarlega áverka á heila- og lungum við árásina. Vitni að árásinni sögðu á sínum tíma að hún hefði minnt á atriði í kvikmynd um uppvakninga.

Rússinn á yfir höfði sér 15 ára fangelsi í Frakklandi, þar sem árásin var framin, fyrir tilraun til manndráps verði hann fundinn sekur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×