Enski boltinn

María Þórísdóttir í „Ólympíuliði“ Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
María Þórísdóttir.
María Þórísdóttir. Vísir/Getty

Vetrarólympíuleikarnir standa yfir í Pyeongchang í Suður-Kóreu eins og hefur varla farið framhjá neinum.

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur ákveðið að halda upp á Ólympíuleikana með aðeins öðruvísi umfjöllun um leikmenn sína.

Chelsea lét nefnilega teikna myndir af fótboltafólki sínu eins og það væri þátttakandi í Ólympíugrein.

Hin norsk-íslenska María Þórisdóttir spilar með kvennaliði Chelsea og hún er í hópi þeirra sem voru sett í „Ólympíulið“ Chelsea. María er í bobsleðaliðinu ásamt nokkrum félögum sínum í kvennaliðinu.

Þarna má líka sjá skíðaskotfimikappann Cesc Fabregas, sleðamennina Álvaro Morata og Olivier Giroud, íshokkímarkvörðinn Thibaut Courtois, skíðagöngumanninn N'Golo Kanté, svigkappann Eden Hazard og skautadansarann Victor Moses.

Twitter-síða Chelsea hefur verið uppfullt af þessum teikningum í dag en margar þeirra má sjá hér fyrir neðan.

Ever-graceful with a sharp turn of speed, @VictorMoses is our flying figure skater!  pic.twitter.com/eZ0WLLot9V
With the #WinterOlympics in full flow, we’ve chosen our very own team to represent the Blues!

Our skeleton duo are the front men, @AlvaroMorata and @_OlivierGiroud_! pic.twitter.com/m5pQx9TIbT
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.