Innlent

Ungur háskólanemi flytur inn í þjónustuíbúð fyrir aldraða

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sverrir Heiðar og Regína Ástvaldsdóttir.
Sverrir Heiðar og Regína Ástvaldsdóttir. Reykjavíkurborg
Sverrir Heiðar Davíðsson, 21 árs gamall nemi í hugbúnaðarverkfræði, hefur fengið leiguíbúð í Lönguhlíð þrjú, þjónustuíbúðum fyrir aldraða. Þetta kemur fram í frétt á vef Reykjavíkurborgar.

Um er að ræða hluta af verkefni á vegum Velferðarráðs borgarinnar sem fyrir nokkru bauð háskólanemum að leigja tvær þjónustuíbúðir í þjónustkjörnum fyrir aldraða. Nú hefur annarri af tveimur íbúðum verið úthlutað.

Sverrir Heiðar fékk afhenta lykla að íbúð sinni í Lönguhlíð 3 og flytur inn á næstu dögum. Hann mun fá greidd laun fyrir að vinna í þjónustukjarnanum og verður viðbót við það starfslið sem sinnir umönnun þar.

Framlag hans verður fyrst og fremst af félagslegum toga og mun virkni hans fela í sér samneyti við íbúa á almennum nótum, virkni sem miðar að því að örva og efla nágranna sína í ýmis konar færni á borð við notkun samfélagsmiðla og snjalltækja eða í listsköpun.

20 umsækjendur uppfylltu skilyrði til að leigja í þjónustuíbúðum aldraðra og var Sverrir Heiðar valin úr þeirra hópi. Annar nemi fær svo afhenda lykla að íbúð sinni í þjónustukjarnanum í Norðurbrún 1 innan tíðar. 

Verkefnið var auglýst í janúar og er að erlendri fyrirmynd, sem reynst hefur vel. Í frétt Vísis kom fram að leiguverð á 35 fermetra stúdíóíbúð, sem staðsett er í þjónustukjörnunum, er um 45 þúsund krónur að teknu tilliti til húsaleigubóta. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×