Körfubolti

Tryggvi spilaði ekkert í Grikklandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tryggvi í leik með Valencia fyrr á tímabilinu.
Tryggvi í leik með Valencia fyrr á tímabilinu. vísir/getty
Tryggvi Snær Hlinason spilaði ekkert með Valencia í kvöld í tíu stiga tapi, 80-70, gegn Olympiacos í Evrópudeildinni í körfubolta, en leikið var í Grikklandi í kvöld.

Heimamenn byrjuðu mun betur. Þeir leiddu 22-11 eftir fyrsta leikhluta, en í öðrum leikhluta vöknuðu gestirnir frá Spáni. Staðan í hállfeik var svo 40-38, Olympiacos í vil.

Olympiacos byrjaði síðari hálfeikinn af krafti á ný og vann að endingu góðan tíu stiga sigur, 80-70, en Olympiacos er í öðru sætinu. Valencia er í því þrettánda.

Tryggvi Snær spilaði, eins og áður segir, ekki mínútu í leiknum í kvöld, en vegna þessa leiks í kvöld mun hann ekki spila eins mikið og vonast var til á morgun gegn Finnlandi.

Hann þarf nú að ferðast frá Grikklandi til Íslands og mætir einungis rétt fyrir leik á morgun. Súrt fyrir Tryggva og Ísland að hann spili ekki sekúndu í kvöld og geti lítið sem ekkert beitt sér í leiknum á morgun.


Tengdar fréttir

Tryggvi lendir rétt fyrir leik

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik spilar gegn Finnum í undankeppni HM á föstudaginn og stóri maðurinn, Tryggvi Snær Hlinason, kemur nánast hlaupandi í Höllina af flugvellinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×