Viðskipti erlent

Dýrt tíst frá Kylie Jenner

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Kylie Jenner er með milljónir aðdáenda á samfélagsmiðlum.
Kylie Jenner er með milljónir aðdáenda á samfélagsmiðlum. VÍSIR/AFP
Gengi bréfa í tæknifyrirtækinu Snap hrundi í gær eftir að raunveruleikastjarnan Kylie Jenner fór ófögrum orðum um nýjustu uppfærsluna á samfélagsmiðlinum Snapchat. Uppfærslan hefur fallið í grýttan jarðveg hjá notendum. „Er einhver sem ennþá opnar Snap­chat? Úff, þetta er svo slæmt,“ ritaði Jenner á Twitter.

Þessi saklausa yfirlýsing sem Jenner dreifði til 24 milljóna fylgjenda sinna hafði þau áhrif að gengi Snap lækkaði um 6 prósent. Það þýðir að markaðsvirði Snap lækkaði um 150 milljarða króna eftir að Jenner tjáði sig á Twitter.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×